Íslenska yrði opinbert ESB-mál

Fánar við höfuðstöðvar Evrópusambandsins.
Fánar við höfuðstöðvar Evrópusambandsins. Reuters

Gangi Ísland í Evrópusambandið yrði íslenska opinbert mál innan Evrópusambandsins, að því er kemur fram í skýrslu, sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í morgun. 

Í skýrslunni segir, að  samræmi við samkomulag innan sambandsins um framkvæmd stækkunar þess, sé þar gerð grein fyrir þeim sviðum sem einkum þurfi að fjalla um í aðildarviðræðum og hvaða áhrif möguleg aðild Íslands hefur.  

Þá kemur fram, að aðildarsamningur Íslands muni fela í sér aðlögun að stofnunum Evrópusambandsins í samræmi við Lissabon-sáttmálann, sem tók gildi 1. desember sl. og einnig formlega viðurkenningu á að íslenska verði opinbert tungumál innan ESB.

Fram kemur einnig í skýrslunni, að aðild Íslands muni hafa takmörkuð áhrif á Evrópusambandið og ekki draga úr möguleikum þess á að viðhalda og dýpka innri þróun sína. 

Skýrsla framkvæmdastjórnar ESB um aðild Íslands

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert