Lyfjamál tekin til endurskoðunar

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra.
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi

Framkvæmd lyfjamála verður tekin til gagngerrar endurskoðunar á vegum heilbrigðisráðuneytisins, að því er segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Er þetta í samræmi við tillögu starfsnefndar um breytta skipan stjórnsýslu heilbrigðisráðuneytisins, sem skilaði af sér skýrslu í janúar.

Í skýrslunni var bent á að framkvæmd og stjórnsýsla lyfjamála væri á hendi heilbrigðisráðuneytisins og fjögurra stofnana þess. Er talið að í því felist augljóst óhagræði. Því hefur heilbrigðisráðherra falið vinnuhópi að gera tillögur að því hvernig hrinda megi samþættingu á sviði lyfjamála í framkvæmd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert