Hugsanlega hagstæðara að fresta lántökum

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra. mbl.is/Ómar

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði að í ljósi þess að stór erlend lán ríkissjóðs séu ekki á gjalddaga fyrr en við lok næsta árs sé kunni að vera hagstæðara fyrir ríkissjóð að fresta lántökum næstu mánuði. Hann sagðist ekki geta fullyrt um lánsfjárþörf ríkisins á næstu árum en teikn séu á lofti að upphafleg tala hafi verið of há.

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, spurði ráðherra út í lánsfjárþörfina. Benti hann á að seðlabankastjóri hefði viðurkennt að lánsfjárþörfin væri miklu mun minni en talið var og fjármálaráðherra hafi sagt það sama. Allir séu sammála um að ríkissjóður hafi sparað sér marga milljarða með því að taka ekki við öllum lánum sem beint var að á undanförnum mánuðum.

Gylfi sagði að reiknað hafi verið með að ríkið þyrfti 500 milljarða þegar gerður var samningur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Nýjar tölur frá hagstofunni benda hins vegar til að hallinn á síðasta ári hafi verið 8% sem sé töluvert minna en gert var ráð fyrir. Því séu teikn á lofti um að talan sé of há.

Ráðherra sagði að við lok næsta árs og við upphaf árs 2012 séu stór lán upp á rúman milljarð evra á gjalddaga. Hugsanlega sé lánsfjárþörfin ekki mikil á næstu mánuðum, og því gæti verið hagstæðara fyrir ríkissjóð að fresta lántökum, jafnvel fram á næsta ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert