Nýr gígur á hálsinum

Þessa mynd af sprungunum tók Þorleifur Einar Pétursson, flugstjóri hjá …
Þessa mynd af sprungunum tók Þorleifur Einar Pétursson, flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands um klukkan níu í gærkvöldi, þegar hann flaug fram hjá eldstöðvunum.

Um 50 manns voru í grennd við Fimmvörðuháls þegar ný gossprunga opnaðist þar um sjöleytið í gærkvöldi. Sumir voru aðeins nokkur hundruð metra frá nýju sprungunni. Var ákveðið að flytja fólkið strax með þyrlum yfir á Morinsheiði en þaðan gekk það niður í Þórsmörk.

Björgunarsveitarmenn áttu að vera við Hvanná í nótt á sérbúnum bílum og lýsa upp gilið fyrir þá sem voru á leið úr Þórsmörk og fylgjast með vatnavöxtum en talið var mögulegt að áin hlypi skyndilega tímabundið.

Nýja sprungan, sem er um 300 metra löng, er um 200 metrum norðar en hin.

Vel gekk að rýma Fimmvörðuháls og nágrenni. Um miðnætti var fólk enn á leið niður af jöklinum.

Um 30-40 sentímetra breið jökulsprunga hefur opnast í Mýrdalsjökli rétt við akstursleiðina að Fimmvörðuhálsi og er hún opin á um 15 metra kafla. Sprungan er vestan í Goðabungu og liggur hún samhliða akstursleiðinni.

Sjá nánar um nýju sprunguna og ástandið á gosstöðvunum í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert