Sex tonn af hrauni á sekúndu

Eldgosið í Fimmvörðuhálsi
Eldgosið í Fimmvörðuhálsi Ernir Eyjólfsson

Vísindamenn NASA komust að því innan við sólarhring eftir að fyrstu niðurstöður bárust úr gervihnöttum að orkan úr eldgosinu á Fimmvörðuhálsi væri meiri en milljarður vatta, sem dygði til að knýja 40 þúsund fólksbíla samtímis, og að úr sprungunni streymdu meira en sex tonn af hrauni á sekúndu. 

Starfshópur á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA hefur nýtt nýjustu tækni í gervigreind gervihnatta til að leggja mat á hitann og hraunrennslið frá eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Frá þessu er greint á vefsíðu á vegum NASA.

Greint er frá því að tækjabúnaður NASA um borð í gervihnöttum  og á jörðu niðri hafi gert viðvart um eldgosið þegar það hófst 20. mars síðastliðinn.  Að jafnaði berast slíkar viðvaranir innan við 90 mínútum eftir atburðir verða. Um leið eru gervihnettir stilltir til að skoða atburðinn.

Gervihnöttur fór yfir gosstaðinn 24., 29. og 30. mars og sendi gögn til Jet Propulsion Laboratory NASA í Pasadena í Kaliforníu þar sem tölvur unnu úr gögnunum, teiknuðu kort og áætluðu varmaorku og hraunflæði úr gosinu.

Myndin var ekin úr gervihnetti NASA þann 24. mars síðastliðinn.
Myndin var ekin úr gervihnetti NASA þann 24. mars síðastliðinn. NASA
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka