Furðar sig á fundargerð

Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.
Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Morgunblaðið/Ómar

„Ég furða mig á þessari fundargerð,“ segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en á nýlegum flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar fjallaði utanríkismálanefnd flokksins m.a. um Evrópumálin.

Í fundargerðinni segir: „Nokkrar áhyggjur komu fram vegna ríkisstjórnarfélaga okkar í Vinstri grænum. Þeir liggja ekki á skoðunum sínum og andstöðu við Evrópusambandið. Í Brussel gætir nokkurrar tortryggni vegna þessa, um að umsókn Íslands sé ekki sett fram í fullri einlægni, t.d. vegna ummæla Jóns Bjarnasonar.“

Jón segir að ráðuneyti sitt hafi unnið af fullum heilindum að allri tæknivinnu sem aðildarumsóknin krefjist. „Engar athugasemdir hafa komið frá framkvæmdastjórn ESB vegna þessarar vinnu ráðuneytisins. Ég efast um að landsmenn hafi áttað sig á því að framkvæmdastjórn ESB gerir kröfur um grundvallarbreytingar á laga- og stofnanaumhverfi okkar til að greiða fyrir aðild áður en þjóðin hefur kveðið upp sinn dóm,“ segir Jón.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert