Fólk gangi með rykgrímur

Til þess er mælst að þeir sem þurfa að vera úti við gangi með rykgrímur fyrir vitunum þar sem er sjáanlegt öskufall. Hægt er að nálgast rykgrímur endurgjaldslaust í nærliggjandi heilsugæslustöðvum. 

 Almannavarnir biðja fólk hinsvegar um að vera ekki á ferðinni úti við að óþörfu. Nánari upplýsinga er að vænta frá sóttvarnalækni. Ekki er búið að efnagreina öskuna en hún er afar fíngerð og þykir rétt að hafa varann á.

Almannavarnir beina því einnig til fólks að kynda hús sín vel þar sem kynding getur varnað því að aska smjúgi inn um glufur. 

Mikið öskufall hefur stafað af eldgosinu.
Mikið öskufall hefur stafað af eldgosinu. Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert