Rafmagn ætti að koma fljótlega

Rafmagn er víða komið á en enn eru truflanir sumstaðar.
Rafmagn er víða komið á en enn eru truflanir sumstaðar. mbl.is

Rafmagn er að komast á aftur víða um land og er Landsnet að ná utan um bilunina en enn eru þó víða rafmagnstruflanir. Vonast er til að viðgerð ljúki fljótlega.

Smávægilegar truflanir hafa orðið á GSM kerfinu í kvöld í kjölfar rafmagnsbilunarinnar en að sögn Almannavarna  er vararafmagn til staðar haldi bilunin áfram. Mikið álag hefur verið á Neyðarlínunni þar sem fólk hefur hringt til að leita upplýsinga, sem og hjá rafmagnsfyrirtækjunum.

Ástæða rafmagnsleysisins er truflun sem varð og hafði keðjuverkandi áhrif á stóran hluta dreifikerfis.  Samkvæmt upplýsingum frá Landsnet urðu megin truflanirnar frá Brennimel í Hvalfirði vestur og norður fyrir land og að Höfn í Hornafirði.  Einhverjar truflanir hafa orðið víðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert