Sprunga undir Eyjafjallajökli?

Kort frá Veðurstofunni sem sýnir staðsetningu skjálftanna.
Kort frá Veðurstofunni sem sýnir staðsetningu skjálftanna.

Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur telur sennilegt að sprunga sé undir Eyjafjallajökli. Jarðskjálftar sem urðu þar á föstudaginn raði sér á nokkuð reglulega línu frá suðvestri til norðausturs.

Haraldur segir á heimasíðu sinni að jarðskjálftahrinan sem hófst á föstudaginn sé nokkuð óvenjuleg.  „Fjórtán skjálftar röðuðu sér í nokkuð reglulega línu frá suðvestri til norðausturs, eins og kortið frá Veðurstofunni sýnir.  Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skjálftar hafa myndað þessa stefnu, en þetta er langgreinilegasta dæmið.  Skjálftarnir eru allir fremur litlir, og eru allt frá 1 til 27 km dýpi.  Sennilega fylgja þeir vel afmarkaðri sprungu, misgengi eða kvikugangi í jarðskorpunni.  Þessi stefna er einmitt aðal sprungustefnan í suður hluta eystra gosbeltisins. Það er rétt að benda á að jarðskjálftar virðast stundum raðast á línur þegar fáir mælar eru virkir, en það á ekki við í þessu tilfelli. “

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert