Umræða um málefni varð undir

Sigurjón Þórðarson.
Sigurjón Þórðarson. mbl.is

„Þetta gekk ekki nógu vel á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslynda flokksins, spurður út í niðurstöður kosninganna. Hann er þeirrar skoðunar að íbúar á höfuðborgarsvæðinu séu ekki reiðubúnir til að ræða um alvöru stjórnmál.

Margir séu enn í sárum í kjölfar efnahagshrunsins. Kjósendur í Reykjavík hafi einfaldlega lýst frati á stjórnmálin með því að kjósa Besta flokkinn. Nú hafi menn ekki hugmynd um hvað muni gerast í borginni.

Þá segir Sigurjón að umræðan um málefni flokkanna hafi orðið undir.

„Við frjálslyndir höfum ekki fengið áheyrn með okkar lausnir, sem ég er alveg sannfærður um að komi þjóðinni til góða,“ segir Sigurjón.

Alls fékk Frjálslyndi flokkurinn tvo menn kjörna í sveitarstjórnir. Sigurjón í Skagafirði og Kristján Andai Guðjónsson á Ísafirði undir merki Í-listans, sem er sameiginlegt framboð frjálslyndra með Vinstri grænum og Samfylkingu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert