Fyrsta beina flugið til Brussel í dag

Farangurinn færður um borð með hraði.
Farangurinn færður um borð með hraði. mbl.is/RAX

Beint áætlunarflug Icelandair til Brussel í Belgíu hefst í dag og verður tekið á móti vélinni með viðhöfn. Flogið verður tvisvar sinnum í viku, á föstudögum og mánudögum.

Brussel er mikil viðskipta- og stjórnsýslumiðstöð og þangað á erindi gríðarlegur fjöldi gesta í ýmsum erindagjörðum.

Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, segir að Icelandair hafi oft kannað möguleika á flugi til og frá Brussel vegna mikilvægis borgarinnar í evrópskum stjórnmálum og viðskiptum og nú hafi skrefið verið stigið. Fyrst og fremst sé verið að höfða til almennra ferðamanna og þeir munu bera flugleiðina uppi. Margir sem sinni viðskiptum og stjórnsýslu eiga oft leið til borgarinnar og munu fagna því að geta flogið beint. Áætlanir félagsins geri svo ráð fyrir að lengja tímabilið á næsta ári.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert