Rannsókn á Icesave-málinu

Icesave-lögunum mótmælt.
Icesave-lögunum mótmælt. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sigurður Kári Kristjánsson og 15 aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um rannsókn á embættisfærslum og ákvörðunum íslenskra stjórnvalda og samskiptum þeirra við bresk og hollensk stjórnvöld vegna innstæðna í útibúum Landsbanka Íslands hf. á Evrópska efnahagssvæðinu.

Tillagan gerir ráð fyrir að þremur sérfræðingum verði falið að rannsaka málið og að þeir skili skýrslu um næstu áramót.

Sigurður Kári sagði í samtali við Morgunblaðið að flutningsmenn væru ekki þeirrar skoðunar að ekki mætti semja um lyktir Icesave-málsins. „Hins vegar teljum við að stjórnvöld hafi í þeim samningum sem gerðir voru hvorki gætt hagsmuna íslenska ríkisins með þeim hætti sem þeim bar né hafi þau virt þau sameiginlegu viðmið sem þingsályktunartillagan frá 5. desember 2008 mælti fyrir um að ætti að vera grundvöllur samningsniðurstöðu.“

Sigurður Kári sagði óumdeilt að Icesave-málið varðaði einhverja mestu þjóðarhagsmuni sem þjóðin hefði staðið frammi fyrir.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert