Álastigi í Varmá

Frá Varmá í Ölfusi
Frá Varmá í Ölfusi mbl.is/Rax

Á síðasta ári var settur fiskteljari í Varmá í Ölfusi. Til þess að teljarinn virkaði sem skyldi var nauðsynlegt að setja fyrirstöðu í ána, sem beindi allri fiskumferð í gegnum teljararammann. Þar sem nokkur álagengd er í Varmá var ákveðið að útbúa sérstakan álastiga, sem hjálpaði smáálum að komast upp fyrir stíflufyrirstöðuna.

Á vef Veiðimálastofnunar kemur fram að állinn hrygnir í sjó, í Saragossahafinu. Lirfurnar berast að stöndum Evrópu en ungviðið leitar á uppeldisstöðvar í fersku vatni.

„Álastigar eru vel þekktir erlendis, en ekki er vitað til þess að slíkir stigar hafi verið reyndir hér á landi fyrr. Álastigar eru gjörólíkir hefðbundnum fiskstigum, en taka þarf tillit til sérstakrar líffræði álsins og lakrar sundhæfni hans í straumvatni. Smíði slíkra stiga er einföld, en álastigi getur verið trébretti sem vatnsfilma rennur eftir. Yfirborðið þarf að vera úr hrjúfu efni, þannig að hæfni álsins til að “skríða” eftir yfirborðinu nýtist. Halli slíkra stiga má ekki vera meiri en 40%. Vonast er til þess að stiginn reynist álnum í Varmá vel og hann komist leiðar sinnar framhjá teljarafyrirstöðunni," segir á vef Veiðimálastofnunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert