Vilja ekki leiðsöguhund í blokkinni

Hundur af Labrador-kyni.
Hundur af Labrador-kyni.

Nágranni fatlaðrar konu í fjölbýlishúsi á Akranesi meinar henni að hafa hjá sér leiðsöguhund. Konan hefur reynt að selja íbúð sína í húsinu en án árangurs, að því er kom fram í fréttum Útvarpsins. Konan hefur tímabundið leyfi til að hafa hundinn til 1. nóvember.

Fram kom í fréttum Útvarpsins að, Svanhildur Anna Sveinsdóttir sé fædd heyrnar- og sjónskert og þjáist af jafnvægisleysi eftir heilaæxli. Fyrir þremur árum fékk hún leyfi nágranna sinna fyrir leiðsöguhundi þar sem dýrahald er óheimilt í fjölbýlishúsum nema alir íbúar samþykki.

Fyrir þremur mánuðum fékk hún loks labradorhundinn Exó sem breytt hefur lífi hennar til hins betra. Nýinnfluttir íbúar í einni íbúðinni vilja ekki hafa hundinn í húsinu þótt hann fari einungis stutta leið um sameignina á fyrstu hæð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert