Meirihluti Íslendinga á Facebook

Ísland er í öðru sæti yfir fjölda Facebook-notenda í heiminum, ef miðað  er við höfðatölu, og hafa Íslendingar tekið fram úr Norðmönnum. Bresku Jómfrúareyjarnar tróna á toppi listans, sem norski viðskiptavefurinn E24 hefur tekið saman. 

Íslendingum á Facebook hefur fjölgað gríðarlega undanfarin þrjú ár, eða úr 1000 notendum í um það bil 190.000 notendur. Það gerir um 60% landsmanna og er því óhætt að tala um algjöra sprengingu.

Norðmenn, sem voru eitt sinn á toppnum, sitja nú í níunda sæti.

Topp 15 listinn er eftirfarandi, og sýnir hlutfall af íbúafjölda landanna:

  1. Bresku Jómfrúareyjarnar, 61,75% 
  2. Ísland, 60,79%
  3. Gíbraltar, 49,73%
  4. Cayman-eyjar, 49,67%
  5. Mónakó, 48,85%
  6. Færeyjar, 48,84%
  7. Hong Kong, 48,07%
  8. Singapore, 47,36%
  9. Noregur, 47,24%
  10. Katar, 47,19%
  11. Danmörk, 45,82%
  12. Ástralía, 41,89%
  13. Svíþjóð, 41,86%
  14. Chile, 41,47%
  15. Anguilla, 41,32%
Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert