Malbikun Bolungarvíkurganga að hefjast

Bolungarvíkurgöngin.
Bolungarvíkurgöngin. mynd/bb.is

Malbikun Bolungarvíkurganga er að hefjast. Vinna við göngin er núna að komast á lokastig, en stefnt er að því að taka þau formlega í notkun í september.

Það er Hlaðbær Colas sem sér um malbikun. Í dag hófst vinnu við að leggja klæðningu á um 1,5 km kafla Bolungarvíkurmegin. Strax eftir verslunarmannahelgi verður síðan hafist handa við að malbika, en reiknað er með að sú vinna taki um 10 daga.

Bolungarvíkurbær ætlar að nota tækifærið fyrst búið er að setja upp malbikunarstöð á staðnum og malbika nokkrar götur í bænum.

Verið er að vinna við lýsingu í göngunum. Sú vinna eru u.þ.b. hálfnuð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert