„Spurning hvernig við prjónum þetta“

Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra.
Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra. mbl.is

Aðstoðarmaður mennta­málaráðherra hugðist leka efni blaðamanna­fund­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar um Magma-málið til ónefnds blaðamanns áður en fund­ur­inn var hald­inn í því skyni að reyna að hafa áhrif á fjöl­miðlaum­fjöll­un um málið. Þessu er haldið fram á vef Grapevine með vís­an til tölvu­pósts aðstoðar­manns­ins.

Seg­ir á vef Grapevine að bréfið hafi verið sent til banda­rísks blaðamanns fyr­ir slysni en höf­und­ur­inn er sagður Elías Jón Guðjóns­son, aðstoðarmaður Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur mennta­málaráðherra.

Grapevine birt­ir bæði ís­lenska og enska út­gáfu af tölvu­póst­in­um en á vef blaðsins kem­ur fram að óljóst sé hver viðtak­and­inn var, þótt leidd­ar séu lík­ur að því að það hafi verið Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra.

Í tölvu­póst­in­um seg­ir, að því er fram kem­ur á vef Grapevine:

„Það er spurn­ing hvernig við prjón­um þetta.

Doddi vill ólm­ur fá að skúbba ein­hverju fyr­ir fund­inn og sé ég ákveðið tæki­færi í því að láta það eft­ir hon­um.

Þannig get­um við sett fókus­inn á eitt­hvað eitt atriði sem við vilj­um að fjöl­miðlar séu fókuseraðir á þegar þeir mæta á fund­inn. Hér er til­laga að texta sem við get­um sent hon­um:

„Efna­hags- og viðskiptaráðherra mun ekki staðfesta lög­mæti kaupa Magma á HS orku að svo stöddu líkt og meiri­hluti nefnd­ar um er­lenda fjár­fest­ingu hef­ur lagt til við hann. Hann mun senda málsaðilum form­legt bréf þar sem hann til­kyn­ir um að á veg­um á veg­um stjórn­valda sé að hefjast um­fangs­mik­il vinna sem kunni að hafa áhrif á framtíðar­stöðu op­in­berra jafnt sem einkaaðila á sviði orku­mála og að rík­is­stjórn­in sé staðráðin í að vinda ofan af einka­væðingu inn­an orku­geir­ans og tryggja eft­ir megni að mik­il­væg­ustu orku­fyr­ir­tæki lands­ins séu á for­ræði op­in­berra aðila.

Hluti af þeirri vinnu sem stjórn­völd ætla að hrinda af stað er rann­sókn á öllu einka­væðing­ar­ferli Hita­veitu Suður­nesja, síðar HS orku, þar sem lög­mæti kaupa Magma sem er­lends aðila verði meðal ann­ars kannað. Einnig vinna við end­ur­skoðun lagaum­hverf­is varðandi eign­ar­hald á orku­fyr­ir­tækj­um, þ.á.m. um tak­mark­an­ir á eign­ar­haldi einkaaðila.““

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert