Sýni auðmýkt en fæ töffaragang á móti

Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur.
Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Eggert

Jón Gnarr, borgarstjóri, segir á dagbókarsíðu á samskiptavefnum Facebook að honum finnist að hann ráði ekki við þetta  og ná að gera þetta fallega. „Efast um að ég geti átt samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Mér finnst ég sýna auðmýkt en fá lítið á móti nema töffaragang, hroka og eða fálæti, ég brosi, en fæ lítið tilbaka," segir borgarstjóri.

„Á ég að hætta líka að brosa eða reyna áfram að vingast við þetta fólk sem ber ek...ki virðingu fyrir mér og því sem við erum að reyna að gera. Ætla að sofa á þessu. Góða nótt," segir borgarstjóri síðan í færslu í gærkvöldi.

Í dagbókarfærslunum lýsir Jón einnig baráttu við tóbakið en hann virðist hafa hætt að reykja í vikunni:  „Eigingjarn, sjálfselskur og uppfullur af sjálfsvorkun. Hræðilega er þetta andstyggileg og tilgangslaus fíkn. Ef ég get ekki sigrað sjálfan mig þá get ég ekki neitt. Ahhh, liðið hjá. Er aftur auðmjúkur. Takk."

Dagbók borgarstjóra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert