Alþingi svarar Andra

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. mbl.is/Þorkell

Forseti Alþingis hefur svarað bréfi frá Andra Árnasyni, lögmanni Geirs H Haarde, en í bréfi Andra kom fram sú skoðun að við afgreiðslu þingsályktunar um málshöfðun á hendur Geir hefði átt að kjósa saksóknara Alþingis samstundis. Þar sem það hefði ekki verið gert, taldi Andri að fella ætti málið niður.

Í svari forseta Alþingis segir að ekki verði annað séð en að meðferð Alþingis á málinu samræmist þingsköpum Alþingis.

Alþingi kaus í dag Sigríði Friðjónsdóttur, vararíkissaksóknara, í embætti saksóknara Alþingis og Helga Magnús Gunnarsson, saksóknara efnahagsbrota, í embætti varasaksóknara í máli Geirs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert