„Þetta er óþverraskapur“

Álftin sem lifði af árásina.
Álftin sem lifði af árásina. Ljósmynd/Brynjólfur Brynjólfsson

„Ég á ekki orð yfir að menn skuli gera þetta. Þetta er óþverraskapur,“ segir Brynjólfur Brynjólfsson fuglaáhugamaður um aðkomuna að þremur dauðum álftum og einni sem var sárþjáð við tjörn vestanvert við Fjallsárbrú í gær. Viðkvæmir eru varaðir við myndunum.

Brynjólfur segir veiðimenn sem svona gangi um í miklum minnihluta.

„Þetta lýsir örfáum veiðimönnum sem haga sér svona. Þetta eyðileggur fyrir öllum hinum. Þetta bar þannig að það var hringt í mig. Björn Arnarson, annar fuglaáhugamaður á svæðinu, var látinn vita af þessu. Hann hringdi í mig og bað mig um að kíkja á þetta. Það var talað um að þarna væru blóðugar álftir. Svo þegar ég kom lágu þrjár dauðar álftir í vatnsbakkanum og svo var ein mjög illa farin sem var enn úti á vatninu. Hún var með illa brotinn væng og mjög snúinn. Þetta var ljótt að sjá.“

Skotin í höfuðið með riffli

Brynjólfur segir aðkomuna hafa verið ljóta.

„Svo fór ég að athuga hvað hefði gerst. Á fyrstu álftinni var bara kúlugat í gegnum hausinn. Það var gat inn í enni og út um hnakka eftir riffilskúlu. Svo voru hinar greinilega skotnar í bringuna. Þetta lýsir þessum örfáu veiðimönnum sem eru villimenn.

Það er hryllingur að mönnum skuli láta sér detta þetta í hug. Svona hegðun í einstaka mönnum skemmir fyrir veiðimönnum. Ég aflífaði ekki fuglinn. Lögreglan á svæðinu fékk bónda til að aflífa álftina. Það var ekki hægt að bjarga fuglinum. Vængurinn var alveg þverbrotinn. Hann snéri öfugt. Álftin flögraði um eins langt og hún gat.“

Skotsár á einni álftinni sem drapst í árásinni.
Skotsár á einni álftinni sem drapst í árásinni. Ljósmynd/Brynjólfur Brynjólfsson
Ein af álftunum.
Ein af álftunum. Ljósmynd/Brynjólfur Brynjólfsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert