Tundurskeyti brennt til örvunar

Holu nr. 29 hefur verið hleypt upp.
Holu nr. 29 hefur verið hleypt upp. mbl.is/Helgi

Nýjar aðferðir voru notaðar við örvun nýjustu borholunnar á Reykjanesi, holu 29. Tundurskeyti voru brennd niðri í holunni til að opna glufur og veikleika í berginu og auðvelda rennsli vatnsins inn í holuna.

Hér á landi hefur yfirleitt verið reynt að örva borholur með þrýstingi. Þá hefur vatni verið dælt í þær og þrýst á með bordælum. Háhitaholur hafa einnig verið kældar. Sérfræðingar HS Orku kynntust nýrri tækni í samskiptum við fulltrúa Magma Energy sem orðið er aðaleigandi fyrirtækisins.

Aðferðin felst í að beitt er snöggum efnabruna sem myndar háan þrýsting, að því er fram kemur í grein sem Ómar Sigurðsson, forðafræðingur hjá HS Orku, skrifar í Fréttaveitu HS Orku, en hún hefur lengi verið notuð til að örva olíuborholur.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert