Kirkjan semur við KOM almannatengsl

mbl.is/Eggert

Biskupsstofa hefur gengið til samninga við KOM almannatengsl ehf. um fjölmiðlun og almannatengsl. Samningurinn gildir frá 1. október 2010 í fjóra mánuði. Þetta var samþykkt á kirkjuráðsfundi í október.

Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri á Biskupsstofu, segir að þetta muni styðja við bakið á upplýsingamiðlun kirkjunnar, sem sé nú þegar mjög umfangsmikil.

„Við vildum bæta þetta og efla samskiptin við fjölmiðla,“ segir hann í samtali við mbl.is. Kirkjan hafi verið mikið í umræðunni að undanförnu og því vilji fulltrúar hennar taka fullan þátt í samtalinu.

„Ég vona að menn verði varir við þetta í því að við náum að miðla því betur sem kirkjan er að gera. Segja betur frá þessu góða starfi sem er í gangi um allt land, og skýra sýn kirkjunnar enn betur,“segir Árni Svanur aðspurður. Þetta snúist ekki um eitthvað eitt mál umfram annað.

„Starfsemi kirkjunnar mjög umfangsmikil og við erum að miðla á mjög mörgum stöðum. Burtséð frá þessu tiltekna verkefni þá erum við alltaf almennt að skoða hvernig við getum sagt betur frá því sem er í gangi í kirkjunni. Og þar erum við að nota marga ólíka miðla,“ segir hann að lokum.

Á fundinum var samþykkt að veita 900.000 kr. úr kirkjumálasjóði á þessu ári vegna samnings við KOM.

Vefur kirkjunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert