Þing Norðurlandaráðs hefst í dag

Fulltrúar á þinginu verða forsætisráðherrar, aðrir ráðherrar og þingmenn frá …
Fulltrúar á þinginu verða forsætisráðherrar, aðrir ráðherrar og þingmenn frá öllum norrænu ríkjunum og sjálfstjórnarsvæðunum. Brynjar Gauti

62. þing Norðurlandaráðs verður sett í dag klukkan 14.30 á Grand hóteli. Þingið hefst með ávarpi forseta Alþingis, Ástu R. Jóhannesdóttur og forseta Norðurlandaráðs Helga Hjörvars og í kjölfarið hefst Norrænn leiðtogafundur. Efni leiðtogafundarins er: Grænn hagvöxtur - leiðin út úr kreppunni. Að leiðtogafundi loknum kynnir forsætisráðherra Finna, Mari Kiviniemi, formennskuáætlun Finna í Norrænu ráðherranefndinni árið 2011.

Fulltrúar á þinginu verða forsætisráðherrar, aðrir ráðherrar og þingmenn frá öllum norrænu ríkjunum og sjálfstjórnarsvæðunum.

Bein útsending verður frá þinginu á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone og á vef Alþingis. Útsending frá setningu Norðurlandaráðsþings, leiðtogafundi og kynningu formennskuáætlunar verður túlkuð á íslensku.

Dagskrá þingsins er á vef Norðurlandaráðs.







mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert