Staðaruppbót ekki hluti af biðlaunum

Frá Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn.
Frá Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn. mbl.is/GSH

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu fyrrverandi sendiráðsprests í Kaupmannahöfn um að fá viðurkennt að hann eigi rétt á að fá staðaruppbót sem hluta af 12 mánaða biðlaunum en staða sendiráðsprests var lögð niður í byrjun ársins.

Sr.  Þórir Jökull Þorsteinsson  var sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn þegar staðan var lögð niður í janúar. Enginn ágreiningur var um, að hann ætti rétt á greiðslu biðlauna í 12 mánuði  en deilt var um hvort hann ætti einnig rétt á að fá greidda staðaruppbót,  365.480 krónur, sem hann fékk mánaðarlega.

Í niðurstöðu héraðsdóms segir, að starfsmenn utanríkisþjónustunnar fái greiddar staðaruppbætur á grundvelli laga um utanríkisþjónustuna. Slíkar staðaruppbætur miðast við kostnað á nauðsynjum (fæði, húsnæði o.fl.) og aðrar sérstakar aðstæður á hverjum stað.

Dómurinn segir ljóst, að staðarbætur starfsmanna utanríkisþjónustunnar teljist endurgreiðsla á útlögðum kostnaði og í samræmi við það sé í skattaframkvæmd litið á þær sem endurgreiðslu á útlögðum kostnaði svipað og dagpeninga.

Segir héraðsdómur, að þar sem því sé ekki haldið fram að staðaruppbót sú er sendiráðspresturinn fékk greidda hafi verið annars eðlis en þær staðaruppbætur sem starfsmenn utanríkisþjónustunnar fá greiddar verði að leggja til grundvallar að umrædd staðaruppbót  hafi verið s greiðsla fyrir útlagðan kostnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert