Tuttugu plötur á úrvalslista

Frá afhendingu Kraumsverðlaunanna árið 2009.
Frá afhendingu Kraumsverðlaunanna árið 2009. Árni Sæberg

Kraumslistinn, sem er árleg plötuverðlaun tónlistarsjóðsins Kraums til þeirra verka í íslenskri plötuútgáfu sem þótt hafa framúrskarandi og spennandi á árinu, verður kynntur þriðja árið í röð síðar í desember.

Dómnefndin er skipuð 12 aðilum sem hafa verið liðtækir við umfjöllun og spilun á íslenskri tónlist á ýmsum sviðum fjölmiðlunar.

Þeir hafa nú komist að niðurstöðu um 20 hljómplatna úrvalslista. Nú heldur dómnefndin áfram við að velja sjálfan Kraumslistann 2010, en á honum verða fimm plötur af  úrvalslistanum.

Undanfarin tvö ár, 2008 og 2009, urðu verðlaunaplöturnar reyndar sex talsins, en samkvæmt reglum Kraumslistans hefur dómnefnd leyfi til að auka við fjölda verðlaunaplatna, ef sérstakt tilefni þykir til.

Val dómnefndar Kraumslistans, bæði hvað varðar tilnefningar og verðlaunaplötur, kemur oft á óvart og þar leynast oft hljómplötur sem með valinu fá verðskuldaða athygli.

Eftirtaldar plötur voru valdar á úrvalslistann:

Agent Fresco - A Long Time Listening
Amiina - Puzzle
Apparat Organ Quartet - Pólyfónía
Daníel Bjarnason - Processions
Ég - Lúxus upplifun
Jónas Sigurðsson - Allt er eitthvað
Kammerkór Suðurlands - Iepo Oneipo
Miri - Okkar
Momentum - Fixation, At Rest
Moses Hightower - Búum til börn
Nolo - No-Lo-Fi
Ólöf Arnalds - Innundir skinni
Prinspóló - Jukk
Retro Stefson - Kimbabwe
Samúel Jón Samúelsson Big Band - Helvítis Fokking Funk
Seabear - We Built a Fire
Sóley - Theater Island
Stafrænn Hákon - Sanitas
Valdimar - Valdimar
Quadruplos - Quadroplos

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert