Fimleikastúlkur konur ársins

mbl.is/Kristinn

Tímaritið Nýtt Líf hefur valið fimleikastúlkurnar í Gerplu sem konur ársins 2010, en stúlkurnar 15 komu heim með gull um hálsinn eftir þátttöku sína á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í október síðastliðnum. Þetta er í 20. sinn sem tímaritið útnefnir Konu ársins.

Í tilkynningu frá Nýju Lífi segir að hópurinn sé flott fyrirmynd, ekki einungis fyrir ungu kynslóðina heldur þjóðina í heild sinni. Stúlkurnar hafi sýnt fram á einstaka samvinnu og látið drauma sína rætast.

Gerplustúlkurnar fá að þessu tilefni afhentan verðlaunagrip eftir myndlistarkonuna og hönnuðinn Ingu Elínu.

Rætt er við stúlkurnar í nýjasta tölublaði Nýs Lífs.
Rætt er við stúlkurnar í nýjasta tölublaði Nýs Lífs.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert