Vindhviða mældist 69 metrar á sekúndu

Vindhviða mældist 69 metrar á sekúndu í morgun við Sandbrekkur í Hamarsfirði. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, vekur athygli á þessu á bloggvef sínum í dag. 

Einar segir, að þetta sé þekktur hviðustaður og hann hafi engar ástæður til annars en að ætla að mælingin sé rétt.

Veður fer ekki að ganga niður suðaustanlands að neinu marki fyrr en með kvöldinu. Einar segir, að þessi staður sé mjög varhugaverður fyrir umferð ökutækja þegar veður er í þeim ham eins og nú.

Vefur Einars Sveinbjörnssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert