Gæludýrin sögð hræðast sigurbombur Valsmanna

Félagið hefur það til siðs að fagna hverjum unnum bikar …
Félagið hefur það til siðs að fagna hverjum unnum bikar með flugeldasýningu. mbl.is/Svanhildur Eiríksdóttir

Flugeldasýningar Vals komu til umræðu á síðasta fundi íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Félagið hefur það til siðs að fagna hverjum unnum bikar með flugeldasýningu og hefur þetta valdið hræðslu gæludýra í nágrenni við Hlíðarenda.

Á fundinum lagði fulltrúi íbúasamtaka þriðja hverfis, Sigfús Ómar Höskuldsson, fram bókun sem hófst á þessum orðum:

„Í Hlíðahverfinu er öflugt íþróttafélag, íþróttafélag sem er stolt hverfisins og þó víðar væri leitað. Téð íþróttafélag hefur lagt mikla rækt við íþróttastarf byrjenda og eins stutt veglega við íþróttastarf þeirra sem komin eru á efri ár. Því kemur það alltaf jafnmikið á óvart þegar íþróttafélagið, sem hefur unnið til margra titla síðustu ár, fagnar sínum árangri með flugeldum í hvert sinn er bikar er í húsi.“

Lög og reglur um skotelda

Sigfús Ómar segir að um meðferð skotelda gildi lög og reglur. „Margar fjölskyldur í nágrenni Hlíðarendasvæðisins eiga svo gæludýr en þeir sem það þekkja vita að notkun á skoteldum er eitt það versta fyrir gæludýr sé það gert í næsta nágrenni við gæludýrin, eins og mátti heyra og sjá þann 29. maí sl. Það má því lesa nokkurn tvískinnung í því að vilja samstarf við íbúa á öðru formi en iðkun íþrótta en vekja svo íbúa upp nokkrum sinnum á ári við flugeldasýningar með engum fyrirvara eða kynningu, íbúum, börnum og gæludýrum til ama.“

Óskað er eftir því að fyrirsvarsfólki Vals verði grein fyrir óánægju nágranna félagsins, eru lokaorðin í bókun Sigfúsar Ómars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert