Keppendur brosmildir eftir 73 kílómetra á hlaupum

Keppandi kemur ánægður í mark eftir að hafa náð markmiði …
Keppandi kemur ánægður í mark eftir að hafa náð markmiði sínu. mbl.is/Ólafur Árdal

Áttunda bakgarðshlaupið þar sem keppendur hlaupa í hringi þar til þrekið þver er í fullum gangi og eru þeir búnir með ellefu 6,7 kílómetra langa hringi þegar þetta er skrifað. Eru það litlir 73,4 kílómetrar. 

Yfir 250 þátttakendur voru skráðir til leiks í heild og stóðu eftir 125 keppendur þegar þetta er skrifað.

Hér má sjá keppendur sem enn virka glaðbeittir þrátt fyrir mikla raun.

Höfuðljósin eru komin á loft.
Höfuðljósin eru komin á loft. mbl.is/Ólafur Árdal
Engu líkara er en að bros og hlaupakeppni fari fram …
Engu líkara er en að bros og hlaupakeppni fari fram samtímis. Vart má á milli sjá hver er að vinna. mbl.is/Ólafur Árdal
Gleðin er við völd.
Gleðin er við völd. mbl.is/Ólafur Árdal
Keppendur fara af stað á 12. hring.
Keppendur fara af stað á 12. hring. mbl.is/Ólafur Árdal
Það er farið að rökkva vel. En það skiptir ekki …
Það er farið að rökkva vel. En það skiptir ekki máli þegar þú ert með höfuðljós til að lýsa þér leiðina. mbl.is/Ólafur Árdal
Þessi er heldur betur til í meira.
Þessi er heldur betur til í meira. mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert