Sænskir glæpahópar senda fólk til Íslands

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eyþór

Sænskir glæpahópar hafa sent fólk til Íslands til þess að fremja afbrot.

Þetta segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, en danski fjölmiðilinn TV2 greinir frá. Guðrún fundaði með norrænum dómsmálaráðherrum í Svíþjóð í gær. Helsta málefnið á dagskrá var skipulögð glæpastarfsemi í löndunum. 

TV2 hefur eftir Guðrún að það sé að færast í vöxt að hnífum sé beitt hér á landi. Einnig segir hún að hér á landi hafi verið framin afbrot sem tengjast glæpastarfsemi í Svíþjóð. 

„Það eru glæpahópar í Svíþjóð sem hafa sent fólk til Íslands til að stunda glæpi,“ segir Guðrún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert