Bjarni fundaði með Guterres

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Ljósmynd/Aðsend

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hitti António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í tengslum við leiðtogafundinn í New York-borg í Bandaríkjunum í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá talsmanni SÞ.

Talsmaður Guterres segir að á fundinum hafi þeir rætt um leiðtogafundinn, þar á meðal Sáttmála framtíðarinnar og hlutverk Íslands við að styðja fjölþjóðleg samskipti.

Einnig ræddu þeir um stríðið í Úkraínu og ástandið í Mið-Austurlöndum.

Bjarni mun ávarpa fundinn síðdegis í dag.

Sáttmálinn samþykktur

Í tilkynningu segir einnig að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt Sáttmála framtíðarinnar

Sáttmálanum er ætlað að aðlaga alþjóðlega samvinnu að kröfum samtímans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert