Með hnífa og hamar í slagsmálum

Lögregla rannsakar málið.
Lögregla rannsakar málið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglu barst tilkynning um klukkan hálf tíu í gærkvöld um slagsmál við skemmtistað í Hamraborg í Kópavogi. Ábendingunni fylgdi að karlmenn höfðu sést með hnífa og einn með hamar. Enginn særðist þó í slagsmálunum.

Þetta segir Ásgeir Þór Ásgeirs­son aðstoðarlög­reglu­stjóri í samtali við mbl.is.

Þegar lögregla kom á vettvang hafði hópurinn, sem tók þátt í þessu slagsmálum, dreift úr sér. Lögregla hefur ekki handtekið neinn vegna málsins. Talið er að tveir hafi verið með hnífa.

Vopnunum ekki beitt

Ekki hefur tekist að fá myndefni frá vettvangi, en lögregla er þó með ljósmynd af tveimur aðilum sem hún mun nýta við rannsókn málsins. 

Eins og segir særðist enginn í slagsmálunum og er því ekki talið að vopnunum hafi verið beitt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert