14 ára við stýrið

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á Vínlandsleið var tilkynnt um ökumann sem sá sem tilkynnti um málið taldi fremur ungan. Við skoðun kom í ljós að ökumaðurinn var einungis 14 ára og því ekki með ökuréttindi, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna í gærkvöldi og í morgun.

Alls voru 50 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu.

Lögreglan á Hverfisgötu var kölluð til vegna eignaspjalla fyrir utan skóla í hverfinu en þar hafði verið kveikt í reiðhjóli.

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. Ljósmynd/Lögreglan

Líkamsárás í heimahúsi

Lögreglan var kölluð til vegna líkamsárásar í heimahúsi í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði, Garðabæjar og Álftaness. Málið er í rannsókn.

Á sama svæði var ökumaður stöðvaður grunaður um hraðakstur. Hann ók á 137 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði var 70 km/klst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert