Slydda fyrir norðan og snjókoma til fjalla

Hitaspá klukkan 9 í dag.
Hitaspá klukkan 9 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Í dag verður rigning eða slydda með köflum fyrir norðan en snjókoma til fjalla. Sunnan heiða verður yfirleitt bjart.

Hitinn verður 5 til 10 stig sunnan og vestan til en 0 til 6 stig norðan- og austanlands. Á morgun verður minnkandi norðanátt, 5-13 m/s seinnipartinn og verður hvassast suðaustan til. Dálítil slydduél verða norðan og austan til en annars léttskýjað. Hitinn verður 0 til 8 stig þar sem mildast verður syðst á landinu.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert