Heiðra yfirmenn safna sem ákveðið var að loka

Svanhildur var borgarskjalavörður í 36 ár og Hrafn héraðsskjalavörður í …
Svanhildur var borgarskjalavörður í 36 ár og Hrafn héraðsskjalavörður í 17 ár. Samsett mynd/Árni Sæberg/Ragnar Axelsson

Félag héraðsskjalavarða á Íslandi hefur útnefnt Svanhildi Bogadóttur, fyrrverandi borgarskjalavörð, og Hrafn Sveinbjarnarson, fráfarandi héraðsskjalavörð í Kópavogi, sem heiðursfélaga.

Viðurkenningin var veitt á haustráðstefnu félagsins í Skálholti.

Svanhildur var borgarskjalavörður í 36 ár en Reykjavíkurborg lagði niður Borgarskjalasafnið í apríl og voru verkefnin færð til Þjóðskjalasafnsins.

Þá hefur Kópavogsbær ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs og verða verkefnin færð til Þjóðskjalasafnsins. 

Gagnrýnin á lokunina

Bæði Kópavogsbær og Reykjavíkurborg fengu KPMG til að fara yfir stöðu safnanna og var ákvörðunin að leggja niður söfnin sögð tekin í hagræðingarskyni. 

Skjalaverðir hafa verið mjög gagnrýnir á ákvörðunina og segja skýrslur KPMG einkennast af einsýni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert