Höfðar riftunarmál á hendur fyrrum eiganda Wokon

Kristján Ólafur Sigríðarson var fyrri eigandi Wokon.
Kristján Ólafur Sigríðarson var fyrri eigandi Wokon. Samsett mynd

Þrotabú Wokon ehf. hefur höfðað riftunarmál á hendur Darko ehf. til þess að reyna að endurheimta á fjórða tug milljóna króna vegna millifærslna sem framkvæmdar voru þegar Wokon ehf. var í eigu Kristjáns Ólafar Sigríðarsonar.

Að mati lögmanns þrotabús Wokon ehf. voru framkvæmdar millifærslur sem ekki eru haldbærar skýringar á. Því verði ekki litið á millifærslurnar öðruvísi en að um lán hafi verið að ræða. 

Millifærslur sem ná allt að tvö ár aftur í tímann

Darko ehf. er félag sem einnig í eigu Kristjáns Ólafs þegar hann rak Wokon ehf.
Félagið var um tíma skráð í eigu fjölskyldumeðlims Kristjáns en hann er nú aftur skráður sem eigandi félagsins.

Darko ehf. er með veð í Herkastalanum sem er í eigu Quang Le, einnig nefndur Davíð Viðarsson, og er veðið tilkomið vegna kaupa Quang Le á Wok on ehf.

Telur að um lán hafi verið að ræða 

Einar Hugi Bjarnasonar, lögmaður þrotabús Wokon ehf., telur engar skýringar á nokkrum millifærslum sem ná allt að tvö ár aftur í tímann, eða nokkuð fyrir þann tíma sem Quang Le keypti félagið af Kristjáni.

Einar Hugi Bjarnason
Einar Hugi Bjarnason Ljósmynd/Aðsend

„Þetta snýst um millifærslur frá Wokon inn á þetta félag. Færslur í bókhaldi sem þrotabúið telur óeðlilegar og fer fram á riftun á,“ segir Einar Hugi.

Samkvæmt hlutafélagalögum eru óútskýrðar millifærslur óheimilar og er það því mat þrotabúsins að í tilfellum þessara millifærslna sé um lán að ræða. Snýr riftunarmálið að því að það verði greitt til baka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert