Hólmfríður vill verða ritari VG

Hólmfríður Árnadóttir er eini frambjóðandinn sem hefur tilkynnt um framboð …
Hólmfríður Árnadóttir er eini frambjóðandinn sem hefur tilkynnt um framboð í embættið. Mynd úr safni

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti ritara Vinstri grænna. Landsfundur Vinstri grænna fer fram helg­ina 4.-6. októ­ber.

Þetta kemur fram í færslu á facebook.

„Fyrst og fremst finnst mér mikilvægt að leggja mitt af mörkum til að vinstrið þrífist og dafni nú þegar hægriöflin fitna eins og púkinn á fjósabitanum,“ segir Hólmfríður.

Brennur fyrir málefnum flokksins

Hún kveðst brenna fyrir málefnum flokksins eins og umhverfisvernd, félagslegu réttlæti, kvenfrelsi og friðarhyggju.

„Og auðvitað vegna þess að hjarta mitt slær með menntamálum og jöfnuði eins og ég hef gjarnan komið að í ræðu og riti.“

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur boðið sig fram til formanns og tveir hafa tilkynnt um framboð í varaformann. Eru það Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður flokksins, og Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert