Jólabarnið vill jólalegri Reykjavík

Lagt verður aukið fé í skreytingar í Reykjavík.
Lagt verður aukið fé í skreytingar í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einar Þorsteinsson borgarstjóri Reykjavíkur og jólabarn, en hann á afmæli á aðfangadag, lagði í liðinni viku fram tillögu í borgarráði um að Reykjavík verði enn jólalegri en hún hefur verið hingað til. Helst er lagt til að aukinn kraftur verði settur í skreytingar undir verkefninu Jólaborgin 2024.

Tillagan var samþykkt og lögðu fulltrúar meirihlutans fram bókun þar sem segir að mikilvægt sé að skapa fallegri umgjörð í miðborginni um jólin.

„Þúsundir ferðamanna heimsækja Reykjavík um áramótin og til þess að upplifa norðurljósin. Meirihlutinn vill gera borgina enn jólalegri á aðventunni enda liggja mikil tækifæri í því að efla Reykjavík sem áfangastað sem jólaborg í samstarfi við veitinga- og þjónustuaðila. Þá er mikilvægt að skapa fallegri umgjörð fyrir fjölskyldurnar í borginni til þess að eiga jólastundir á aðventunni. Kostnaður við verkefnið felst aðallega í auknum jólaskreytingum,“ segir í bókuninni.

Áætlaður kostnaður er 10 milljónir króna og er undir liðnum ófyrirséð.

Einar Þorsteinsson á afmæli á aðfangadag.
Einar Þorsteinsson á afmæli á aðfangadag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert