Lilja: Rúv þarf að fara í brýnar aðhaldsaðgerðir

Lilja d. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að hver og …
Lilja d. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að hver og ein stofnun þurfi að vera innan fjárheimilda og gríðarlega mikilvægt sé að Rúv sinni því. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/Karítas

Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að Ríkisútvarpið þurfi augljóslega að fara í brýnar aðhaldsaðgerðir.

Aðhaldsaðgerðir sem boðaðar voru í rekstri Rúv fyrr á ár­inu hafa ekki skilað til­ætluðum ár­angri. Af­koma RÚV í maí til júlí olli von­brigðum og tapið það sem af er ári nem­ur um 470 millj­ón­um króna.

Bú­ist er við að 200 millj­óna króna tap verði af rekstr­in­um í ár að óbreyttu. Þetta kem­ur fram í fund­ar­gerð stjórn­ar Rík­is­út­varps­ins frá 28. ág­úst sem birt var í gær.

Segir Lilja að hver og ein stofnun þurfi að vera innan fjárheimilda og segir gríðarlega mikilvægt að Rúv sinni því.

„Stofnunin er að fara í aðhaldsaðgerðir sem munu taka á þessu tapi á fyrri árshluta og ég styð það að sjálfsögðu og tel það mjög brýnt,“ segir Lilja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert