Útilokað annað en að Seðlabankinn lækki stýrivexti

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist útiloka annað en að Seðlabankinn lækki stýrivexti sína kröftuglega þegar næsta stýrivaxtaákvörðun verður kynnt.

Þetta segir Vilhjálmur í færslu á facebook en Hagstofan greindi frá því í morgun að verðbólgan hafi hjaðnað um 0,6 prósentustig á milli mánaða og mælist nú 5,4 prósent.

„Þetta eru afar jákvæðar fréttir en nú lækkar 12 mánaða verðbólgan úr 6% í 5,4%. Nú vona ég að árangur af þeirri aðferðafræði sem við beittum í síðustu kjarasamningslotu fari að skila sér til launafólks og heimila í formi lækkunar á vöxtum. Það er útilokað annað en að Seðlabankinn lækki stýrivexti sína kröftuglega þegar næsta stýrivaxtaákvörðun verður kynnt,“ segir Vilhjálmur.

Hann segir að enn og aftur sé boltinn hjá Seðlabankanum og veltir því fyrir sér hvort bankinn eigi ekki flýta stýrivaxtarákvörðun í ljósi verulegrar lækkunar á verðbólgu eins og heimildir Seðlabankans leyfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert