Kristrún mætt til fundar með forseta

Kristrún Frostadóttir við komuna á Sóleyjargötu þar sem hún fundar …
Kristrún Frostadóttir við komuna á Sóleyjargötu þar sem hún fundar með forseta Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, var rétt í þessu að ganga til fundar með Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, á skrifstofu forseta Íslands við Sóleyjargötu 1.

Halla mun fyrst ræða við Kristrúnu en Samfylkingin hefur undanfarið mælst sá flokkur sem mest fylgi fær í könnunum.

Kristrún Frostadóttir með Höllu Tómasdóttur á fundinum.
Kristrún Frostadóttir með Höllu Tómasdóttur á fundinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reiknað er með að Halla muni gefa sér 45 mínútur í spjall með hverjum formanni þingflokkanna.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, er svo boðuð til fund­ar klukk­an 11.15 og Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, mæt­ir klukk­an 12.30.

Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins, mæt­ir á fund for­seta klukk­an 16.00 og Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, full­trúi Pírata, er boðuð klukk­an 16.45.

Halla átti sam­töl við Sig­urð Inga Jó­hanns­son, formann Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Svandísi Svavars­dótt­ur, formann VG, í gær­kvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert