Sigmundur og Þorgerður tóku minnst þátt

Sigmundur og Þorgerður voru með minnstu þátttökuna í atkvæðagreiðslum á …
Sigmundur og Þorgerður voru með minnstu þátttökuna í atkvæðagreiðslum á yfirstandandi þingi. Samsett mynd

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fjarverandi í 99,4% allra atkvæðagreiðslna á yfirstandandi þingi sem var sett í september. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, mætti ekki í eina atkvæðagreiðslu.

Til samanburðar þá mætti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í hátt í 99% atkvæðagreiðslna.

Þetta má sjá í samantekt á vef Alþingis

Flestar atkvæðagreiðslur undir lokin

Alls voru 162 atkvæðagreiðslur á yfirstandandi þingi og það sem kann að útskýra mikla fjarveru er það að meginþorri atkvæðagreiðslna voru haldnar á lokametrum þingsins, eða eftir 12. nóvember.

Fjarvera þessara formanna hefur vakið einhverja umræðu á samfélagsmiðlum og mbl.is hefur því tekið saman þátttöku formanna flokkanna í atkvæðagreiðslum á yfirstandandi þingi.

Miðað er við „þátttöku“ þingmanna og það sem fellur undir þátttöku er ef þeir kjósa já, nei eða greiða ekki atkvæði. Hins vegar ef þeir eru fjarverandi eða tilkynna fjarvist þá er það ekki metið sem þátttaka.

Þátttaka formannanna:

  • Sigmundur Davíð: 0% þátttaka.
  • Þorgerður Katrín: 0,6% þátttaka.
  • Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar: 18,5% þátttaka
  • Inga Sæland, formaður Flokks fólksins: 72,2% þátttaka.
  • Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata: 78,9% þátttaka.
  • Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar: 79,6% þátttaka
  • Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna: 89,5% þátttaka
  • Bjarni Benediktsson: 98,8% þátttaka.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert