Fimm flokkar undir 5%: Flokkur fólksins styrkir sig

Flokkurinn bætir við sig 2,4% á milli kannana.
Flokkurinn bætir við sig 2,4% á milli kannana. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flokkur fólksins, Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn bæta mest við fylgi sitt í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem ríkisútvarpið greinir frá. Miðflokkurinn tapar aftur á móti mestu fylgi. 

Samfylkingin mælist enn stærst allra flokka með 20% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn kemur fast á hæla hennar með 18,4% og bætir flokkurinn því við sig tveimur prósentustigum. Í síðasta þjóðarpúlsi mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 16,4% fylgi. 

Flokkur fólksins bætir við sig 2,4 prósentustigum og mælist nú með 12,6% fylgi. Viðreisn mælist með 17,6% en í síðasta þjóðarpúlsi mældist flokkurinn með 15,5% fylgi. 

Enginn sagðist ætla að kjósa Ábyrga framtíð

Miðflokkurinn tapar rúmlega 3 prósentustigum í könnuninni og mælist nú með 11,1% fylgi.  Fylgi Framsóknar mælist 6,8%.

Fimm flokkar mælast undir fimm prósentum í þjóðarpúlsinum. Það eru Sósíalistaflokkurinn, Vinstri græn, Píratar, Lýðræðisflokkurinn og Ábyrg framtíð. 

Sósíalistaflokkurinn mældist með 4,8%, Píratar 4,1%, Vinstri græn 3,1% og Lýðræðisflokkurinn 1,4%. Enginn svarenda sagðist ætla að kjósa Ábyrga framtíð og mælist flokkurinn því með 0% fylgi. 

Könnunin var gerð frá 23. til 29. nóvember. Heildarúrtaksstærð var 4.285 manns og svöruðu 2.077 manns könnuninni og var þátttökuhlutfall 53,7%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka