Hin árlegu bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana voru afhent í bókmenntaþættinum Kiljunni á RÚV fyrr í kvöld. Er þetta í 25. sinn sem verðlaunin eru veitt. Alls bárust atkvæði frá 60 bóksölum.
Íslensk skáldver
- Í skugga trjánna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur.
- Moldin heit eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur.
- Friðsemd eftir Brynju Hjálmsdóttur.
Þýdd skáldverk
- Herbergi Giovanni eftir James Baldwin sem Þorvaldur Kristinsson þýddi.
- Fóstur eftir Claire Keegan sem Helga Soffía Einarsdóttir þýddi.
- Hildur eftir Satu Rämö sem Erla Elíasdóttir Völudóttir þýddi.
Ljóðabækur
- Jarðljós eftir Gerði Kristnýju.
- Aðlögun eftir Þórdísi Gísladóttur.
- Safnið – Ljóð Lindu Vilhjálmsdóttur eftir Lindu Vilhjálmsdóttur.
Íslenskar barna- og ungmennabækur
- Tjörnin eftir Rán Flygenring.
- Sigrún í safninu eftir Sigrúnu Eldjárn.
- Stella segir bless eftir Gunnar Helgason.
Þýddar barna- og ungmennabækur
- Voffbóti eftir David Walliams sem Guðni Kolbeinsson þýddi.
- Hundabeinagrafa eftir Rasmus Bregnhøi sem Eyja Sigríður Gunnlaugsdóttir þýddi.
- Verstu skrímsli í heimi eftir David Walliams sem Guðni Kolbeinsson þýddi.
Fræðibækur/handbækur/ævisögur
- Börn í Reykjavík eftir Guðjón Friðriksson.
- Duna – Saga kvikmyndagerðarkonu eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur og Guðrúnu Elsu Bragadóttur.
- Óli K eftir Önnu Dröfn Ágústsdóttur.
Besta bókarkápan
- Ég færi þér fjöll eftir Kristínu Marju Baldursdóttur sem Ragnar Helgi Ólafsson hannaði.