Leit að manni í Tálknafirði hefur verið hætt í kvöld.
Um þrjátíu manns á vegum björgunarsveita frá Tálknafirði, Patreksfirði og Bíldudal voru kallaðar út til að leita mannsins.
Lögreglan á Vestfjörðum greindi frá leitinni að manninum á Facebook-síðu sinni fyrr í dag.
Hún sagði nánustu aðstandendur upplýsta um málið og að hún geti ekki gefið frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.