Borgarholtsskóli sló MR út í Gettu betur

Nemendur í Borgarholtsskóla hlupu upp á svið til að fagna …
Nemendur í Borgarholtsskóla hlupu upp á svið til að fagna sigrinum. Ljósmynd/borgari.is

Borgarholtsskóli sigraði Menntaskólann í Reykjavík í fyrri undanúrslitum í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur sem fram fór í Sjónvarpinu í kvöld. Leikar fóru 31-28 Borgarholtsskóla í vil eftir æsispennandi keppni. MR hefur unnið keppnina undanfarin 11 ár.

„Þekkingin skilaði okkur áfram," sagði Steinþór Helgi Arnfinnsson eftir að úrslitin lágu fyrir. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar ljóst var að ellefu ára sigurganga MR í Gettu betur var rofin. „Það er yndisleg tilfinning," segir Björgólfur Guðbjörnsson og viðurkennir að það sé skrítin tilfinning að fella "MR-veldið".

Í liðinu sem batt enda á ellefu ára sigurgöngu MR …
Í liðinu sem batt enda á ellefu ára sigurgöngu MR eru Björgólfur Guðbjörnsson, Steinþór Helgi Arnfinnsson og Baldvin Már Baldvinsson.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler