Rannsókn íslensks læknis: Stærðfræðisnillingum hættara við geðveiki

Námsmönnum sem skara fram úr í stærðfræði og ættingjum þeirra er hættara við að fá geðsjúkdóm en þeim sem ekki hafa gengið í framhaldsskóla, en þeim sem eru sterkari á sviði mannvísinda er síður hætt við geðsjúkdómum. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar Jóns Löve Karlssonar læknis á sambandi gáfnafars og geðveiki sem birtust í aprílhefti læknatímaritsins British Journal of Psychiatry.

Rannsókn Jóns nær aftur til ársins 1963 og byggist hún á rannsóknum á samanburði á stúdentum frá MR frá árinu 1871 til 1960 og frá MA eftir 1930. Bar hann þá sem voru meðhöndlaðir við geðsjúkdómum á Kleppsspítalanum saman við námsskýrslur nemenda úr MR og MA og við þá sem ekki höfðu gengið í framhaldsskóla. Kom í ljós að dúxum í menntaskóla og ættingjum þeirra var mun hættara við geðveiki. Einnig skoðaði Jón sérstaklega þá sem luku stúdentsprófi árin 1931 til 1960 frá stærðfræðideild MR. Hætta á geðveiki meðal ættingja stærðfræðideildarstúdenta var tvöfalt meiri en búast mátti við. /4

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka