12 ára gömul stúlka fannst látin af völdum stungusára

Sérfræðingar tæknideildar lögreglunnar að störfum við heimilið í morgun.
Sérfræðingar tæknideildar lögreglunnar að störfum við heimilið í morgun. mbl.is/Júlíus

12 ára gömul stúlka lést eftir að hún hlaut stungusár í heimahúsi í vesturbænum í Reykjavík í nótt. Lögreglan í Reykjavík segir að bróðir hennar og móðir þeirra hafi einnig hlotið áverka. Pilturinn, sem er 14 ára, og móðir hans voru flutt á slysadeild til aðhlynningar, en móðirin er með alvarlega áverka.

Tildrög málsins voru með þeim hætti að lögreglunni var tilkynnt um ungan pilt með stungusár um klukkan 5:21 í morgun. Lögreglan fór að heimili piltsins og fann þar systur hans og móður. Systirin var úrskurðuð látin skömmu síðar. "Lögreglan telur á þessu stigi að aðrir séu ekki viðriðnir málið en að framan greinir. Rannsókn málsins er á frumstigi og verða frekari upplýsingar veittar eftir framvindu þess," segir á vefsvæði lögreglunnar.

Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn vildi ekki greina frekar frá rannsókn málsins í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert