Aukafjárveiting til framhaldsskólanna

Menntamálaráðherra hefur tilkynnt öllum framhaldsskólum að taka inn alla nýnema á hausti komanda og greint þeim frá því að þeir muni fá aukafjárveitingu til að mæta auknum kostnaði.

Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður ráðherra, segir að þetta þýði að allir sem séu að ljúka 10. bekk og vilji komast að í framhaldsskóla eigi að geta það. Hann segir kostnaðinn vegna þessa muni nema um 200 milljónum á þessu ári, þ.e. vegna haustannarinnar. Fjárlög séu ákveðin með árs fyrirvara og í þeim byggi menn á reynslu síðustu ára og þótt menn hafi vitað að stór árgangur væri að koma inn hafi menn ekki vitað endanlega hversu hátt hlutfall myndi sækja um skólavist. Það liggi ekki fyrir fyrr en tölur um það berist. Þær hafi borist um miðja síðustu viku og þá hafi komið í ljós að nær 100% af árganginum hafi sótt um að komast að í framhaldsskóla. Við því hafi nú verið brugðist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert