Ekki sótt um leyfi til byggingar majónesdósar

Majónesdós nokkur sem risin er við Suðurlandsveg vestan Þjórsár, var byggð án leyfis hreppsyfirvalda í Villngaholtshreppi, þar sem dósin reis, að sögn Bjarka Reynissonar oddvita hreppsins. Bjarki segir að majónesdósin hafi verið byggð inni á einkalandi majónesframleiðandans, en engu að síður hefði átt að sækja um byggingaleyfi fyrir dósina.

„Það var ekki sótt um byggingaleyfi eða talað við neinn,“ sagði Bjarki. Hann bætti við að ávallt bæri að sækja um slíkt leyfi þar sem steyptar undirstöður væru fyrir hendi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert